27.7.2007 | 09:41
Prúðuleikararnir
Þegar ég var yngri var framboðið á barnaefni ekki eins mikið og það er í dag. Pósturinn Páll, Rósa & Róbert og Dúfnabær voru á miðvikudögum og á föstudögum voru Prúðuleikararnir. Það var sjálfsagt eitthvað fleira, ég bara man það ekki. Aldrei missti maður af Prúðuleikurunum og í minningunni voru þetta rosalega skemmtilegir þættir. Ég fór á netið fyrir nokkru og fann mér einn þátt af Prúðuleikurunum og hlóð niður. Eins og ég segi, þetta voru rosalega skemmtilegir þættir í minningunni. Þessi þáttur sem ég sótti var hryllingur. Þvílíkt bull. Þetta var næstum eins slæmt eins og að horfa á Alf aftur - það var hræðilegt!
Þetta kennir manni það að stundum er gott að ylja sér við gamlar minningar, að best sé bara að láta það duga að rifja upp, maður þarf ekki að upplifa aftur. Með tímanum breytast minningar manns og það sem var ágæt verður gott eða í það minnsta betra en það var. Hinsvegar er ég viss um að mér hafi þótt Prúðuleikararnir frábærir á sínum tíma. En þá ber hinsvegar að skoða að einhvern tímann horfði ég á Santa Barbara og Nágranna og hafði gaman af - þó ég gæti ekki fyrir mitt litla líf komist í gegnum einn þátt í dag.
Fyrir þá sem langar samt sem áður að rifja eitthvað upp, þá má finna upphafslag þáttarins hér
Og ef þig langar að syngja með, þá er textinn hér:
[Kermit]
Ladies and Gentlemen, Its The Muppet Show!
[Muppets]
Its time to play the music
Its time to light the lights
Its time to meet the muppets
on the Muppet Show tonight.
Its time put on makeup
Its time to dress up right
Its time to raise the curtain on the Muppet Show tonight
[Old Men]
Why do we always come here?
I guess we'll never know
Its like a kind of torture
To have to watch the show
[Muppets]
But now its getting started
Why don't you get things started?
Its time to get things started
On the most sensantional
Inspirational
Celebrational
Muppet-ational
This is what we call The Muppet Show!
Góða skemmtun!
Prúðuleikararnir á safn í Atlanta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hahaha - kannast við þetta! Oft sem maður hefur horft aftur á e-ð sem manni fannst voða skemmtilegt þegar maður var "lítill"....og er svo engan veginn að fíla í dag. Eins hef ég stundum prófað að fá mér e-ð að borða sem mér fannst rosa gott þegar ég var lítil, eins og t.d. kavíar á svona hrökkbrauð (samt ekki hrökkbrauð, man ekki hvað þetta heitir...hringlótt...eiginlega appelsínugult). En allavega, það var algjör viðbjóður á bragðið þegar ég smakkaði þetta aftur! Eins með mysuna. Mér fannst hún voða góð þegar ég var lítil en OJbara núna! Gæti talið fullt upp í viðbót....ætli mistökin felast ekki aðallega í því að hætta þessu á sínum tíma. Ef þú hefðir t.d. aldrei hætt að horfa á Prúðleikarana (btw. þá sagði ég alltaf brúðleikarnir), horft á endursýningar aftur og aftur eins og maður sem væri virkilega veikur á geði, þá værirðu örugglega að fíla þá ennþá. Þá hefði smekkur þinn á barnaefni ekkert breyst, hehe....
En vá, langt komment!
Josiha, 27.7.2007 kl. 11:40
Góðan dag.
gaman að rekast inn í umræðuna á þessari síðu.
Undirrituð er gamall aðdáandi Prúðuleikaranna. Ég held ég hafi næstum kunnað þættina utanað og vinir mínir í götunni sem ég bjó í áttu allar plöturnar með þessum skemmtilegu fígúrum. Ég hef oft sótt mér upprifjun á YouTube og haft óskaplega gaman af. Kannski er þetta með að upplifa eitthvað aftur hluti af því að setja sig í rétta gírinn fyrir endurupplifunina, veit þó ekki hvort það þurfi endilega að eiga við í öllum tilfellum. Maður setur nú oft t.d. sömu gömlu plötuna á fóninn eða réttara sagt í spilarann og hlustar aftur og aftur og...
Mér finnst Prúðuleikararnir vel gerðir, músíkalskir með eindæmum og ná að kitla hláturtaugarnar. Ég hef t.d. haft húmor fyrir Bikarnum aftur og aftur, textinn getur ekki verið einfaldari svo allir geta sungið með:
http://www.youtube.com/watch?v=Jt8Q7Fsa_Vs
...kannski er maður bara skrýtinn??
en, gaman að syngja upphafslagið með textanum! ...gömlu karlarnir alltaf skemmtilegir! ...og ég á líklega eftir að heimsækja safnið í Atlanta þegar það opnar!
kv. Ólöf Jónsd.
Ólöf Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 16:55
Þakka ykkur kærlega fyrir þessar athugasemdir stelpur. Ég skal fúslega viðurkenna það að eftir að hafa fundið upphafslag Prúðuleikaranna á youtube fór ég að horfa á aðrar Prúðuleikararæmur sem ég fann þar og skemmti mér konunglega!
Það er ein auglýsing sem er sýnd hér í UK núna, þar sem verið er að auglýsa ís frá KFC (að mig minnir). Í auglýsingunni er notaður barnalegur húmor, en um leið sagt að ef maður kunni að meta þennan húmor kunni maður líklega ekki að meta ísinn. Ég veit ekki með ísinn, en ég brosi útí annað þegar ég sé auglýsinguna. Maður er kannski ekki með eins þroskaðan húmor og maður vildi trúa og þessvegna eiga Prúðuleikararnir meira uppá pallborðið hjá manni en maður hélt áður en maður skrifaði bloggið sem er hér að ofan.
Safnið verður áræðanlega áhugavert að heimsækja, ég ætla í það minnsta að setja það á "to do" listann minn :)
Kveðja,
Ögmundur
Ögmundur, 28.7.2007 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.