Ég er skyggn

Ég man eftir að hafa verið í partýi fyrir mörgum árum þar sem ég hitti fyrir par sem var að þræta um það hvort hann eða hún væru skyggn. Fólkið var komið vel í glas og sýndi því sinn innri mann. Eftir að hafa rætt skyggnigáfur í góða stund segir maðurinn: "Ég er skyggn!" Konan horfir á hann sljóum augum og segir: "Nei! Þú ert það ekki! Ég er skyggn!" Maðurinn varð sár. Ég hélt að hann ætlaði að fara að gráta því mér sýndist augu hans meira fljótandi en þau voru fyrir nokkrum andartökum. Hann horfir á konu sína og segir þá ákveðið: "Jæja, ég er þá allavega næmur!" Konan mótmælti því ekki.

Skyggni gott segi ég bara!


mbl.is Prinsessa kennir fólki að tala við engla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Hehehe...

Josiha, 25.7.2007 kl. 11:53

2 Smámynd: Josiha

Já og til hamingju með fyrsta bloggið þitt

Josiha, 25.7.2007 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband