úff!

Mér finnst skelfing að frétt sem þessi komist í fyrsta sæti í "Mest lesið" og enn verra er þegar fólk ákveður að tjá sig um innihald svona fréttar með bloggfærslu. Hvað eftir annað eru svona fréttir í "Mest lesið" á meðan annað, sem ætti að skipta okkur mun meira máli, kemst ekki einu sinni á blað.

Það er eðli mannsins að vera forvitinn, en forvitni manna um fræga fólkið gengur kannski full langt á stundum. Með vorvitni sinni er maðurinn að hvetja til þess að þetta fólk er umsetið ljósmyndurum allan sólarhringinn og getur vart hreyft sig án þess að það sé fest á filmu. Þetta gerir það að verkum að þetta fólk á ekkert einkalíf. Það má kannski færa ákveðin rök fyrir því að fólkið hafi valið sér þetta líf, en þá má hinsvegar benda á að hafi það einu sinni valið það getur það aldrei skipt um skoðun. Britney gæti t.d. ekki tilkynnt það að hún ætlaði ekki að vera fræg lengur, hún verður líklega með þessa ljósmyndaravesalinga á hælunum allt sitt líf.

Ég held að alla dreymi um það einhvern tímann að vera frægur og ríkur. En fjandi þyrfti ég að fá mikla peninga til þess að selja frá mér líf mitt eins og þetta fólk hefur gert. Ég held að ég myndi ekki skipta á mínu einkalífi og öllum auð Britney, til þess þykir mér of vænt um sjálfan mig.


mbl.is Britney vildi ekki sitja næst Viktoríu - eða öfugt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Þetta fræga fólk velur sér þetta sko sannarlega sjálft. Það hangir t.d. á þeim stöðum sem paprazziarnir sitja um, fer t.d. að borða Nobu og svoleiðis. Svo býr þetta fólk venjulega í sjálfri Hollywood! Það gæti búið einhvers staðar up state ef það vildi frið. Það veit sko mæta vel hvernig það getur forðast ágang ljósmyndara.
Svo er annað. Ef fólk mundi kannski haga sér eins og manneskjur - klæðast t.d. nærbuxum þegar það er í mjög stuttu pilsi/kjól - þá yrðu ljósmyndanir ekki eins æstir í að taka myndir af þeim. Skil ekki þetta væl í þessum stjörnum. Þessar stjörnur gleyma því hvað þessar slúðurfréttir eru mikilvægar til að viðhalda frægð þeirra. Ef ekki væru til nein slúðurblöð og ef það birtust aldrei neinar myndir af þessum celebum, þá vissi maður lítið hvaða leikari þetta væri eða hinn. Mundi ekki vita hvaða leikari þetta væri sem leikur í þessari mynd...eða hinni. Fattarðu? Ég lærði allt um þetta í fjölmiðlafræði 203  
Akkúrat útaf þessu - að celebin væru ekkert á slúðurfrétta, væru ekki celeb - þá pirrar það mig svo þegar fólk er að dissa slúðurfréttir eða fólk sem les þær. En ég er alveg sammála þér að stundum er full langt gengið í þessum málum. Stundum eru sagðar "fréttir" af einhverju sem er bara alls ekki frétt.

Btw. þá eru mörg celeb sem gera sér fullkomlega grein fyrir því hvaða svona slúðurfréttir eru mikilvægar til viðhalda frægð þeirra. En svo eru alltaf einhverjir sem snappa yfir því, eins og t.d. fröken Spears. Reyndar held ég að hún snappi yfir því vegna þess að hún er svo djúpt sokkin í dópið. Held að venjulegur Jón mundi snappa út í búð yfir því að það væri ekki til mjólk, ef hann væri jafn langt sokkinn og Britney. You get the point.

Okei, langt komment maður! Vá! En bara til að hafa það á hreinu þá er ég ekki að dissa þínar skoðanir neitt. Skil alveg hvað þú ert að fara. En ég vildi bara aðeins koma hinu á framfæri

Josiha, 4.8.2007 kl. 12:29

2 Smámynd: Ögmundur

hehehe... nokkuð gott komment hjá þér. Skondið að fólk skuli skrifa lengri komment en bloggið sjálft :)

En annars sé ég alveg þína punkta í þessu og get alveg verið sammála þeim. Hvernig sem þessu öllu er hinsvegar snúið sé ég það að við hin, sem eru ekki fræg, höfuð það bara helvíti gott :)

Kveðja,

Ögmundur

Ögmundur, 6.8.2007 kl. 09:12

3 Smámynd: Josiha

Æ já, sorry, frekar dónalegt eiginlega að skrifa svona langt komment  Ég á það bara til að missa mig alveg í málæði/skrifæði...

En ég er alveg sammála þér - ekki vildi ég vera fræg. Lífið er gott eins og það er

Josiha, 6.8.2007 kl. 11:34

4 Smámynd: Ögmundur

nei, það er alls ekki dónalegt :)

Ögmundur, 7.8.2007 kl. 09:27

5 identicon

Joisha hefur ýmislegt til síns máls en ég held að sterkasti punkturinn í blogginu sé einmitt þessi: Svona fréttir eiga ekki að vera mest lesnu fréttirnar. Lífið snýst sem betur fer um ýmislegt annað og merkilegra! Ég held að þetta sé liður í forheimskun lýðsins - við eyðum svo miklum tíma í að lesa og hugsa um dóplýð í ameríku sem óvart er frægt, að við höfum engan tíma til að hugsa um það sem máli skiptir og enn síður til að gagnrýna yfirvöld og núverandi ástand.

Karl Ágúst Ipsen (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband