27.7.2007 | 01:42
Sjálfur flýg ég aldrei nema fullur
Það er náttúrulega lygi og það vita þeir sem mig þekkja, enda afburða lélegur drykkjumaður. Ég hef reynt að bæta við drykkjuna hjá mér, en þar sem mér þykir ekkert áfengi gott hefur þetta gengið illa. Ég er þó á því að maður þurfi að venjast bragðinu, þó að ég sjái fyrir mér að það mun ganga mismunandi. T.d. finnst mér bjór svo ógeðslega vondur að það mun taka langan tíma að venjast honum, en rauðvín og hvítvín er minna vont og því tekur það styttri tíma. Auðvitað væri skynsamlegast að reyna að venja sig á vin með sem mestum vínanda í. Ég þarf að skoða málið...
![]() |
Geimfarar fara drukknir um borð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hey! Ég er líka svona! Finnst allt áfengi vont! Get einmitt helst pínt rauð eða hvítvín ofan í mig. En oj hvað þetta er allt vont. Enda drekk ég eiginlega aldrei. Kannski 3svar á ári - mesta lagi!
Josiha, 27.7.2007 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.