4.8.2007 | 09:20
úff!
Mér finnst skelfing að frétt sem þessi komist í fyrsta sæti í "Mest lesið" og enn verra er þegar fólk ákveður að tjá sig um innihald svona fréttar með bloggfærslu. Hvað eftir annað eru svona fréttir í "Mest lesið" á meðan annað, sem ætti að skipta okkur mun meira máli, kemst ekki einu sinni á blað.
Það er eðli mannsins að vera forvitinn, en forvitni manna um fræga fólkið gengur kannski full langt á stundum. Með vorvitni sinni er maðurinn að hvetja til þess að þetta fólk er umsetið ljósmyndurum allan sólarhringinn og getur vart hreyft sig án þess að það sé fest á filmu. Þetta gerir það að verkum að þetta fólk á ekkert einkalíf. Það má kannski færa ákveðin rök fyrir því að fólkið hafi valið sér þetta líf, en þá má hinsvegar benda á að hafi það einu sinni valið það getur það aldrei skipt um skoðun. Britney gæti t.d. ekki tilkynnt það að hún ætlaði ekki að vera fræg lengur, hún verður líklega með þessa ljósmyndaravesalinga á hælunum allt sitt líf.
Ég held að alla dreymi um það einhvern tímann að vera frægur og ríkur. En fjandi þyrfti ég að fá mikla peninga til þess að selja frá mér líf mitt eins og þetta fólk hefur gert. Ég held að ég myndi ekki skipta á mínu einkalífi og öllum auð Britney, til þess þykir mér of vænt um sjálfan mig.
Britney vildi ekki sitja næst Viktoríu - eða öfugt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.7.2007 | 09:41
Prúðuleikararnir
Þegar ég var yngri var framboðið á barnaefni ekki eins mikið og það er í dag. Pósturinn Páll, Rósa & Róbert og Dúfnabær voru á miðvikudögum og á föstudögum voru Prúðuleikararnir. Það var sjálfsagt eitthvað fleira, ég bara man það ekki. Aldrei missti maður af Prúðuleikurunum og í minningunni voru þetta rosalega skemmtilegir þættir. Ég fór á netið fyrir nokkru og fann mér einn þátt af Prúðuleikurunum og hlóð niður. Eins og ég segi, þetta voru rosalega skemmtilegir þættir í minningunni. Þessi þáttur sem ég sótti var hryllingur. Þvílíkt bull. Þetta var næstum eins slæmt eins og að horfa á Alf aftur - það var hræðilegt!
Prúðuleikararnir á safn í Atlanta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.7.2007 | 01:42
Sjálfur flýg ég aldrei nema fullur
Geimfarar fara drukknir um borð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.7.2007 | 12:02
Komdu sæta kisa!
Ég hef alla tíð kunnað betur við ketti en hunda. Maður laðast að tignarlegu eðli dýrsins og sjálfstæði þess. Ég hef ekkert á móti því að fallegur heimilisköttur láti mig klóra sér, ég hefði heldur alls ekkert á móti því að hann legðist hjá mér og fengi sér smá blund. En ég veit samt ekki með þennan kött. Ég væri líklega með hjartað í buxunum í hvert skipti sem hann myndi nálgast mig.
Ég sé fyrir mér atburð á hjúkrunarheimilinu. Hjúkka, 55 ára, er á vaktinni, liggur á legubekknum sem er í kaffistofunni og er að hvíla sig. Það styttist í að hún geti farið heim að sofa. Hún sefur mjög léttum svefni og hana rekur á milli svefns og vöku. Um það leiti sem hún er að renna inní draumalandið finnur hún að eitthvað mjúkt strýkst við sig. Hana dreymir að hún sé í loðfeld. Loðfeldurinn malar. Skyndilega hrekkur hjúkkan upp. Brandur liggur við hliðin á henni! "Ó Guð minn góður, ég er að deyja, ÉG ER AÐ DEYJA!" hrópar hún upp yfir sig um leið og hún stekkur á fætur. Brandur, salla rólegur eins og alltaf horfir á konuna og hugsar með sér: "kræst kelling, má maður aldrei leggja sig án þess að fólk fái taugaáfall hérna?!"
Kötturinn með ljáinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.7.2007 | 08:43
Ég er skyggn
Ég man eftir að hafa verið í partýi fyrir mörgum árum þar sem ég hitti fyrir par sem var að þræta um það hvort hann eða hún væru skyggn. Fólkið var komið vel í glas og sýndi því sinn innri mann. Eftir að hafa rætt skyggnigáfur í góða stund segir maðurinn: "Ég er skyggn!" Konan horfir á hann sljóum augum og segir: "Nei! Þú ert það ekki! Ég er skyggn!" Maðurinn varð sár. Ég hélt að hann ætlaði að fara að gráta því mér sýndist augu hans meira fljótandi en þau voru fyrir nokkrum andartökum. Hann horfir á konu sína og segir þá ákveðið: "Jæja, ég er þá allavega næmur!" Konan mótmælti því ekki.
Skyggni gott segi ég bara!
Prinsessa kennir fólki að tala við engla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)