Komdu sæta kisa!

Ég hef alla tíð kunnað betur við ketti en hunda. Maður laðast að tignarlegu eðli dýrsins og sjálfstæði þess. Ég hef ekkert á móti því að fallegur heimilisköttur láti mig klóra sér, ég hefði heldur alls ekkert á móti því að hann legðist hjá mér og fengi sér smá blund. En ég veit samt ekki með þennan kött. Ég væri líklega með hjartað í buxunum í hvert skipti sem hann myndi nálgast mig.

Ég sé fyrir mér atburð á hjúkrunarheimilinu. Hjúkka, 55 ára, er á vaktinni, liggur á legubekknum sem er í kaffistofunni og er að hvíla sig. Það styttist í að hún geti farið heim að sofa. Hún sefur mjög léttum svefni og hana rekur á milli svefns og vöku. Um það leiti sem hún er að renna inní draumalandið finnur hún að eitthvað mjúkt strýkst við sig. Hana dreymir að hún sé í loðfeld. Loðfeldurinn malar. Skyndilega hrekkur hjúkkan upp. Brandur liggur við hliðin á henni! "Ó Guð minn góður, ég er að deyja, ÉG ER AÐ DEYJA!" hrópar hún upp yfir sig um leið og hún stekkur á fætur. Brandur, salla rólegur eins og alltaf horfir á konuna og hugsar með sér: "kræst kelling, má maður aldrei leggja sig án þess að fólk fái taugaáfall hérna?!"


mbl.is Kötturinn með ljáinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Hahahaha...
En mér finnst þetta mjög merkilegt allt saman. Trúi þessi bara mjög vel. Dýr eru oft svo næm á e-ð svona.
Svo heimta ég kvitt á minni síðu! Held að þú hafir bara aldrei kvittað hjá mér, kæri frændi. Hrmpf!

Josiha, 26.7.2007 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband